Réttlæti

Öddi árið 1992

ÖDDI ÁRIÐ 1992 Á UNGLINGAHEIMILINU TINDUM

Ég vil hér saka Velferðarsvið Akranesskaupstaðar um að koma ekki fram af virðingu. Ég vildi höfða mál gegn yfirvöldum Akranesskaupstaðar fyrir að setja mig í flokk með alvarlega fötluðum einstaklingum. En allt frá árinu 1986 hefur minn aðstandandi, Móðir mín, komist upp með rangyndi og hefur haldið því fram að ég sé vanþroskaður, þrátt fyrir að hún hafi orðið uppvís af ofbeldi og vanrækslu á Akureyri árið 1985.

 

Ég á ekkert erindi í meðferð með þroska- eða greindarskertum og uppfylli ekki skilyrði til meðferðar með slíku fólki, ekki frekar en ég uppfylli læknisfræðileg skilyrði til að fá aðgang að blindra bókasafni. Blinda er afmörkuð fötlun og það er ekki ætlast til þess að þeir sem hafa fulla sjón fái þjónustu sem er fyrir blinda.

 

Ég vil því segja að það er ekkert að mínum gáfum og ég er vel lesinn. Þegar kemur til hæfileika þá hef ég þá. Ég hefði t.d. áhuga á að læra á píanó en faðir minn var píanóleikari og lék á fjölda tónleika auk þess að hann var organisti Kaþólsku kirkjunnar. Ég lærði inngang af lagi og gat skilið að í tónlist er ákveðið kerfi. Nótnaborðið er kerfi. Ég hefði áhuga á að læra meira á tónlistarforrit sem ég fékk nýverið og lærði örlítið á. Ég myndi vilja eiga forritið. Ég myndi vilja læra meira í íslensku og lesa fyrirlestra í bókmenntafræði. Ég bý af því að hafa farið í Þjóðarbókhlöðuna og sótt mér fyrirlestra í heimspeki. Þeir fyrirlestrar eru grunnur í heimspeki. Ég er ekki heimspekingur og hef ekki hlotið neina menntun. En ég hef menntað mig sjálfur og ber virðingu fyrir því. Ég var óskrifandi en með æfingu og sjálfmenntun hef ég náð góðum árangri. Ég hef fengið birt ljóð í fangablaði Verndar og í Lesbók Morgunblaðsins. Einnig á ég þó nokkur ljóð á ljod.is og held úti blog síðuni www.veruleikatekk.blog.is

 

Ég er tekinn úr öllu samfélagi og er beittur bolabrögðum og hef verið sviptur allri mannlegri virðingu minni og er lokaður inn á Kleppi. Ég get ekki leitað réttar míns og minn lögfræðingur hefur samið við sóknaraðila. Það var gerð tilraun til að lögræðis svipta mig til 5 ára en dómari féllst ekki á þá kröfu en svipti mig bæði sjálfræði og fjárræði í 2 ár. Ég fékk að ávarpa dóminn og hafnaði vörn lögmanns. Ég vil því segja að Akraneskaupstaður getur ekki gert kröfu um ævilanga vistun á stofnun þar sem dómari féllst ekki á lögræðis sviptingu. Afi minn var skrifstofustjóri hjá Hb&co. Hans staða spilar stóra rullu í því hvernig Akraneskaupstaður kemur fram. Akranes hefur svikið mig.  Ég vil lifa frjáls maður og njóta þeirra mannréttinda sem þykja sjálfgefin. Ég vil halda sjálfsákvörðunarrétti mínum. Það sem á sér stað er sálarmorð þar sem einstaklingur með eðlilega greind er settur í hóp með þroskaheftum vegna útskúfunar. Að svipta fíkniefnaneytanda fjárræði svo hann geti ekki keypt sér vímuefni er fjarstæða. En það er gert í mínu tilfelli.

 

Það er kerfisbundið verið að brjóta mig niður. Það er allt reynt, orð mín gerð marklaus, húmor minn fyrirlitinn. Að vera sjálfræðissviptur í meðferð með þroskaheftum er mesta niðurlæging sem ég hef lifað. Það er verið að reyna þvinga mig í vináttu við þroskahefta. Að ég sé nauðungar vistaður með þroskaheftum er ósköp einfaldlega ofbeldi. Ég hef ekki tekið neitt próf. Ekkert færnimat hefur verið gert. En mér hefur verið haldið svo lengi í félagsskap með fötluðum að samanburðurinn er orðin sjálfsagður.

 

Í skýrslum Landsspítalans er líklegast enginn munur gerður á mér og þeim sem eru alvarlega vanþroska. Fjölskylda mín hefur ekki verið heiðaleg og þegar hún hefur verið spurð spurninga um líf mitt þá hefur hún logið. Lyginni má ekki raska, ég verð vera tekin úr umferð án þess að skaða orðstír fjölskyldu minnar.

 

Ég var svikinn um eingreiðslu, þegar ég fór á örorkubætur, sem er greiðsla afturvirkt og er greidd út einu sinni. Það mun vera upphæð sem nemur 2 ára örorkubótum. En það var skrifað upp á lán fyrir mig hjá Landsbankanum á Akranesi. Ég var hnepptur í skuldir Ég vil varpa upp þeirri spurningu: hvort ég hefði ekki verið settur fyrr á örorkubætur hafi ég verið fæddur með alvarlega skerðingu? Hefði móðir mín þá ekki tekið þátt í starfi með foreldrum sem ættu börn með samskonar fötlun. En ég hef verið að nálgast 25 ára aldur þegar ég fór á örorkubætur þá búinn að afplána 5 ár í fangelsi.

 

Það á engin maður það skilið að vera rændur allri mannlegri virðingu sinni á þennan hátt. Að ég sé rændur lífi mínu á þennan hátt særir mig. Ég myndi vilja  hafa trú á lífinu og myndi vilja trúa að það væri til réttlæti.

 


Stjáni blái

 


Bloggfærslur 2. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband