Úlrik Ólason

Úlrik Ólason

Ég hef ekki heiðrað minningu Úlriks, ég var fjarstaddur útför hans. Ég birti því hér minningargrein frá 18 apríl 2008. Mér þótti vænt um hann, ég hefði viljað kynnast honum betur.

ulrik_olason.jpg

18. apríl 2008 | Minningargrein

 

Úlrik Ólason fæddist á Hólmavík 4. júní 1952. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Óli E. Björnsson, fyrrverandi kennari, síðar skrifstofumaður á Akranesi, f. 17.4. 1926, og kona hans Inga Dóra Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 8.10. 1931. Systkini Úlriks eru Þorkell Örn, kennari, ritstjóri og þýðandi í Reykjavík, f. 23.9. 1953; Björn Valur, starfsmaður Brimborgar í Reykjavík, f. 25.9. 1954, kvæntur Dísu Pálsdóttur; og Sigríður, sóknarprestur á Hólmavík, f. 15.5. 1960, gift Gunnlaugi Bjarnasyni.

Hinn 26.12. 1978 kvæntist Úlrik Margréti Árnýju Halldórsdóttur, kennara, hjúkrunarfræðingi og BA í grísku, f. 1.1. 1951. Foreldrar hennar voru Halldór Sigurðsson Árnason, netagerðarmaður á Akranesi og síðar í Færeyjum, f. 29.12. 1924, d. 2.9. 1980, og kona hans Guðríður Margrét Erlendsdóttir, f. 22.12. 1923, d. 27.8. 1964. Synir Úlriks og Margrétar eru: 1) Andri, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 13.1. 1977, sambýliskona Ásdís Kjartansdóttir viðskiptafræðingur, f. 27.10. 1978. Börn þeirra eru Ármann, f. 25.8. 2003 og Kjartan Úlrik, f. 30.1. 2007. Áður átti Andri börnin Gabríel Hjaltalín, f. 6.7. 1997, d. 1. nóv. sama ár, og Agnesi Hjaltalín, f. 11.2. 1999. Móðir þeirra er Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 22.2. 1977. 2) Halldór Óli, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 29.3.1981, sambýliskona Hildigunnur Helgadóttir nemi, f. 5.9. 1983. Dóttir þeirra er Hekla Margrét, f. 15.11. 2006. Áður átti Úlrik soninn Örn, f. 12.3.1976. Móðir hans er Kristín Jónsdóttir, f. 27.6. 1950.

Úlrik lauk gagnfræðaprófi á Akranesi 1969. Hann hóf snemma tónlistarnám, fyrst á Akranesi undir verndarvæng Hauks Guðlaugssonar, en nam síðar í Reykjavík. Árin 1976-1980 lagði Úlrik stund á nám í orgelleik og skyldum fræðum við Kaþólsku kirkjutónlistarakademíuna í Regensburg í Þýskalandi og lauk þaðan burtfararprófi. Hann kenndi fyrst eftir heimkomuna einn vetur við Tónlistarskólann á Akranesi, en fluttist þá til Húsavíkur þar sem hann tók við stöðu skólastjóra Tónlistarskólans og varð síðar organisti kirkjunnar þar. Árið 1987 réðst Úlrik til Kristskirkju í Landakoti og var fastráðinn organisti og kórstjóri við hana til dauðadags. Þá var hann einnig organisti við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði frá 1990. Ennfremur kenndi hann alla tíð við ýmsa tónlistarskóla og stofnaði loks tónlistarskóla fyrir nokkrum árum við Landakotsskóla. Sá tónlistarskóli rann síðar saman við Tónskólann DoReMí. Úlrik stýrði ýmsum kórum en lengst Söngsveitinni Fílharmoníu árin 1988-1996. Hann lék á fjölmörgum tónleikum, ýmist sem undirleikari eða einleikari og útsetti mörg verk. Hann stundaði tónsmíðanám hjá Helmut Neumann, prófessor í Vínarborg, veturinn 1997-1998. Eitthvað mun liggja eftir hann af tónsmíðum frá þeim tíma og ennfremur fáein sálmalög frá allra síðustu árum.

Úlrik verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti


Bloggfærslur 20. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband