Utopia

Utopia

eftir Örn Úlriksson

(drög af smásögu)

 

utopa.jpg

 

Landið er Utopia, land hinna miklu málma, hinna miklu undra og hinna miklu fugla. Utopia er land sem eitt sinn var hulið ís. Landið var numið löngu eftir að heimurinn byggðist. Saga þess er friðsöm í sögu heimsins. Það er ríkt af náttúru og dýralífi og þá sérstaklega fyrir fuglalíf. Landið stendur af tveimur eyjum, Utopíu og Anos. Anos er minni en Utopia, þar eru námur og mikið um málmgrýti.

Drengur einn sem hefur mátt sköpunarinnar, fæðist í fátæku húsi og býr þar með móður sinni. Honum er gefið nafnið Örn. Móðir hans er fátæk og vinnur fyrir sér með saumaskap. Hún sýnir drengnum lítið atlæti en sér hag sinn í að fæða hann og klæða. Hún ól ekki drenginn í ást við föður hans heldur átti hann á laun. Faðir hans er stjórnmálamaður og kærir sig ekki um samskipti við barnsmóður sína. Hún er köld og sýnir honum ekki umhyggju en vegna ætternis hans gætir hún þess að vera ekki vond við hann.

Hún á oft leynilega fundi með mönnum og þá er drukkið og mikil gleði. Hún á engin samskipti nema við systur sína sem tekur börn í fóstur. Þær tala oft saman um saumaskap. Móðirin hefur áhyggjur af framtíð sinni. Hún vil ekki vera þekkt fyrir að eiga son með stjórnmálamanni. Þær taka ákvörðun um að skrá Örn sem tökubarn og gera hann munaðarlausan.

Hann dundar sér við það að skoða fugla og blóm með lítilli vinkonu sinni. Þau borða appelsínur og tína steina, hún er fögur og í algerri sátt við lífið. Þótt drengurinn sé ungur, veit hann undir niðri að dagar hans eru taldir. Þegar hann á 9 ára afmæli kemur faðir hans og tekur hann til sín. Hann fer með hann heim til fjölskyldu sinnar þar sem hann er hafður að háði og spotti og er barinn og píndur.

Fyrirlitning hans fjölskyldu til hins almenna manns er slík að þau hafa tekið það upp að éta menn.  Þau neyða drenginn til að taka þátt í veislum og tala við hann og segjast ætla að fita hann upp og éta. Á nóttinni er hann er lokaður ofan í dimmum kjallara þar sem hann grætur illsku blóðs síns.  Heimurinn hefur verið í friði í mörg ár en nú er sá tími liðinn. Það kemur til hans andi sem segir honum að hann skuli verða hólpinn.

Örn er í öngum sínum eftir þessa sýn og leitar útgöngu. Hann þreifar um í myrkrinu og finnur þar mjúka mold. Ekki mátti seinna vera vegna þess að nú var komið að honum. Kynnt hafði verið í báli úti undir berum himni og sagðist fjölskylda hans ætla sér að drepa hann og éta. Tryllingslegur andasveimur æðir um og fjölskyldan er orðið tryllt af illsku. Örn gróf sér leið undir húsið þar sem voru frárennslislagnir. Enginn gat elt hann. Ekki bræður hans sem voru of feitir en þeir voru jafnaldrar hans.

Hann kemst undan á flótta inn á fenjasvæði og skríður þar út á hringlaga hólma. Snákar og önnur skriðdýr sem þar höfðu sinn grið, viku úr vegi fyrir honum og hann lagðist í miðju hólmans og umlyktu dýrin hann. Svo kemur til hans úlfur og þefar af honum. Drengurinn horfir á hann hræddur en úlfurinn sér að ótti drengsins er ekki við hann, heldur mennina. Hann dregur drenginn útaf hólmanum til síns heima.  Þar fékk drengurinn hlýju.

 Hann lék sér við ylfingana og slóst um mat við þá, sem einn af úlfunum. Á 13. ári er hann á ferð með hópnum og þá sér hann menn. En þetta voru bara drengir eins og hann, ekki miklu eldri og þeir þekktu hann. Þeir kalla til hans nafn hans og hann heyrir nafn sitt.  Örn hafði ekki heyrt nafn sitt svo lengi að hann varð stjarfur þegar hann heyrði það. Úlfarnir lögðu á flótta og skildu hann eftir. Drengirnir sáu að Örn hafði ekki verið meðal manna svo árum skipti. Enginn hafði hann föt og neglur hans voru upp í kviku og hár hans sem flóki, bæði flækt og sítt.

Þeir skipta liði og tveir sitja hjá honum og einn þeirra fer og sækir hjálp. Þá sér Örn sýn. Fallega, ljóshærða stúlku sem segist ætla að frelsa hann. Hún segir að hann megi aldrei tala þó hann geti það vegna þess að það myndi kosta hann lífið. Nú yrði hann að takast á við það verk að læra án þess að spyrja, án þess að tala og án þess að nokkur vissi að hann væri með meðvitund.

Það er farið með Örn til föður hans sem sér að drengurinn er illa til fara og hafði ekki verið með mönnum. Nú hafði runnið af þeim fyrirlitningin og samúðin var tekin við. Það mátti ekki spyrjast út að þau hugsuðu ekki um sína. Þó hæddust þau að honum en vegna þess að hann sýndi engin merki um skilning né meðvitund gáfust þau fljótt upp því.  Hann var settur í herbergi með einum stól og einum glugga. Þar les faðir hans fyrir hann þessa sögu og hann sér að það vakna hjá honum viðbrögð.  Hann segir að það skuli ekki líðast að neinn úr hans fjölskyldu skuli vera ómenntaður.

Þannig hefst menntun hans Arnar. Hann skal verða sá menntaðasti í fjölskyldunni. Enginn sonur minn skal vera ómenntaður. Hann segir frá áformum sínum og hann fær marga með sér í lið til að segja Erni leyndardóma heimsins. Og þannig fer hver á eftir öðrum til Arnar til að gefa honum þekkingu leyndarmála sinna og sinnar menntunar.

Róstur verða þegar heimurinn fer að taka illsku og stríð brýst út í Útópíu. Fjölskyldan leggur á flótta og skilur Örn eftir, sem nú er orðinn þrítugur. Þau skilja hann einan eftir þegar þau halda á brott og hirða ekkert um hans líf né öryggi. Hann skipti engu máli. Nú er hann einn og hann getur ekki brugðist við ótta sínum. Vegna þess að hann hafði ekki hreift sig í fjölda ára. Hann var illa á sig kominn og vöðvar hans slappir og rýrir.

Nú kemur að fólk til að leita upplýsinga um fjármál Útópíu og finnur hann klæddan sem konung. Þannig hefðu þau ætlað að skilja hann einan eftir í landi, sem þau hefðu farið ránshendi um, til þess eins að hann skyldi aflífaður. En fólkið vissi hver hann var og þarna var kominn móður bróður hans sem var í álnum vegna stríðsins. Hann kemur Erni á sjúkrahús. Þar birtist honum aftur sýn.

Augu þeirra mætast og það var sem neistaði í huga hans og hann sér hana. Hann fer að hreifa munninn til að tala en það koma engin orð. Tár renna niður vanga hans og hún kyssir hann og hvíslar að nú verði hann að fara að taka sig taki. Hann hafi verið hjá stríðsherrunum og hann verði að miðla af þekkingu þeirra.

Erni vex kraftur með hverjum degi. Enginn veit hve gríðarlega þekkingu hann býr yfir. Hann fer í gönguferðir og hann skoðar blóm og fugla líkt og þegar hann var krakki. Og alltaf er hún við hlið hans tilbúin að styðja hann. Hún víkur aldrei frá honum og er hjá honum dag og nótt.

34 ára er Örn orðinn góður og heill heilsu. Vekur það mikla undrun hjá mörgum því margir halda að hann geti ekki verið góður. Hann kominn af þessari fjölskyldu. Það hafi verið hún sem hafði steypt öllu í kalda kol. Hún sem hann hafi séð í sýninni. Hún hafði verið útvalin allt frá upphafi til að vera hans.  

 Stríðið hefur brotist út um gjörvallan heim. Hann er fenginn til þess að ráðleggja ríki Utopiu um hvernig skuli hegða vörnum. Hann sér ekki neinn raunhæfan möguleika nema ef allt skildi verða nýtt. Það er horft á hann. Og hann segir ef þið trúið, þá mun allt vera nýtt.  Þetta er bara hugmynd, ég veit ekki hvað er að verða nema allt verði nýtt. Hann tekur í hönd elskunnar sinnar og leggur höfuð sitt að henni og útur höfði þeirra springur nýr heimur. Ný jörð og nýr himinn og þar eru þau hin fyrstu. 

eNDIR


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband