Öddi

Skáldið fæddist á Akranesi 12. mars 1976. Hann er sonur Kristínar G. Jónsdóttur húsmóður og Úlriks Ólasonar organista í Kristskirkju í Reykjavík.


Fyrsta ljóðið sem birtist eftir hann opinberlega var í fangablaði Verndar jólin 2000.


Í framhaldi af því birtust eftir hann nokkur ljóð í Lesbók Morgunblaðsins. Það kom til vegna þess að lögreglan gerði húsleit hjá honum og fann þar ljóð sem hún spurði hvort hún mætti leita birtingar á hjá útgefanda.


Ekkert forlag var reiðubúið til þess og þá var tekið til þess ráðs að senda sýnishornin til Morgunblaðsins.


Birting þeirra í Lesbókinni hvatti höfundinn til frekari skrifa sem hann hefur stundað jöfnum höndum síðan.


Yrkisefni skáldsins eru ekki aðeins undirheimar Reykjavíkur og sú reynsla sem hann hefur af dópi og glæpum heldur lýsir hann vel hugarþeli sínu til tilverunnar.


Ljóðagerð hans er að mörgu leyti tilraun til að skapa eigin veröld handan þeirri sem hann hefur lifað og hrærst í.


Það er athyglisvert að ljóðin voru samin áður en hrunið varð á Íslandi, þó þau lýsi vel forsendum þess og hneykslismálum ýmsum sem síðar áttu eftir að koma í ljós.


Fallegt stríð fjallar undanbragðalaust um neyslu höfundar á ólöglegum vímuefnum. Engin tilraun er gerð til að fegra þá iðju né draga upp af henni dekkri mynd en tilefni gefur til. Að því leyti markaði ljóðabókin Fallegt stríðtímamót þegar hún kom út 2008.


 

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Örn Úlriksson

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband