Gildi menntunar

Ég lauk ekki barnaskóla og var aldrei á leikskóla. Það eru ekki til nein gögn um að ég sé gáfaður. Skýrslur segja að ég sé miðlungsgáfaður með lélegt innsæi. Ég er komin úr sveit, Árnes í Árneshreppi var mitt heimili, þar var ég alinn upp við djöfulgang. Ég fékk ekki menningarlegt uppeldi þó var fósturfaðir minn prestur. Ég man ég fylgdist með honum skrifa predikanir sínar og ég var heillaður. Ég er ekki prestur, ég er ekki menntaður. Ég er sjálfræðissviptur á kleppi þar sem líf mitt hefur ekki vægi. Hér er ég borinn saman við fólk sem hefur verið menntað og farið í menntaskóla jafnvél farið í háskóla en er þroskaheft eða eitthvað skert. Ég er ekki skertur en ég fór aldrei í menntaskóla. Hrönn Eggertsdóttir umsjónakennari minn í 5 bekk hefur gefið mér umsögn að ég sé vanþroskaður. Hún um það.

 

Ég á tvo bræður sem eru viðskiptafræðingar en mig þykir fátt flottara en prósentur í stundaglasi. Það skilur himin og haf á milli. Ég er sá vitlausi í fjölskyldunni. Ég hef tekið út 8 ár í fangelsi við misjafnar aðstæður og ég tel að ekkert sé að mínum þroska, að hann sé í fullu samræmi við aldur minn og lífshlaup. Þar sem mikið brennivín var haft um hönd á mínu heimili skortir mig ekki hæfileikan til að koma mér út í horn. En það myndi sæta tíðindum ef barn myndi vera alið upp í torfkofa upp á fjöllum þar sem heimilisfaðirinn væri sprútt sali. Að barnið fengi ekki að leika sér með neitt annað en tómar flöskur. Slíkt barn yrði tekið í fóstur af félagsmálastofnun.

 

Ég hef gert mitt besta til að rífa mig upp úr forapytt fáfræðinnar. Ég hef lesið bækur mér til fróðleiks og lesið fyrirlestra úr háskólanum. Það eitt og sér gerir mig heimskan. Að ég skuli vera svo vitlaus að halda að það gagnist mér eitthvað. Heimurinn virkar þannig að þú ferð á leikskóla, þaðan í barnaskóla og svo í menntaskóla og loks háskóla. Ég samdi vísu um veganesti mitt frá fjölskyldu minni, hún er hér:

Amma sagði farvel frans

þú tekur bara far með ólaskans

Afi sagði ekki neitt

þótti þetta ekki leitt

Mamma drakk sitt brennivín

fannst hún greifynja svaka fín

Ég endaði á götunni

og var húkt á sprautunni

enginn vildi bjarga mér

nema einhver djöflahér.

 

Amma sagði farvel frans

þú ferð aldrei til háskólans.

 

Ég er ekki að gráta en mig þykir þetta skítt. Það er ekki komið vel fram við mann sem er alinn upp á fjöllum og glímir við geðhvörf. Að maðurinn sé í vist með þroskaheftum er áfellisdómur fyrir samfélagið í heild. Það hljóta að vera til úrræði fyrir geðsjúka brjálæðinga sem eru með skálda drauma önnur en að vera vistaðir á Kleppsspítala gegn vilja sínum með langskólagengnum þroskaheftum einstaklingum. Það eru allir gáfaðri en ég.

 

Ég var í amfetamíni og ég sprautaði mig með því. Mig þykir enn gott að fá amfetamín. Það er sagt að ég verði geðveikur á þessu spítti. En fyrstu áhrif eru að ég slaka á. Það hlítur að vera hægt að fá þetta lyf upp á skrifað frá lækni. Ég hef gaman af því að lesa bækur og ég les oft undir áhrifum. Ég á mér draum að vera skáld. Hér á Kleppi hanga ljóð eftir mig á göngum spítalans. En enginn er farinn að sjá snilld ljóða minna.

 

Handritið

Ég lifi í þeirri blekkingu að ég stjórni.

Ég lifi í þeirri blekkingug að ég ráði.

 

Hver skrifar þessa sögu

Hver byggir þetta svið

Hver á handritið.

 

Ég á mér ekki draum um listamannalaun og á ekkert útgefið efni nema á ljóð.is. Ég hef þó lesið upp opinberlega við dræmar undirtektir. Ég sagðist vera hættur að brjótast inn í stofnanir og fyrirtæki og ætlaði framvegis að brjótast inn í huga fólks.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Öddi

Það er bara verið að afnema mannréttindi eins manns. Það þykir ekki stór mál að afnema mannréttindi eins sakamans. Umboðsmaður Alþingis hunsar alvöru þessa máls. Ég tók þá til minna ráða og skrifaði Cia bré þar sem ég legg fram kvörtun á hendur umboðsmanns alþingis þar sem ég kvarta yfir að umboðsmaður hylmi yfir með mannréttindabroti sem framið er á Kleppsspítala. Ég hef sent Hvíta Húsinu í Wasingtion bloggið mitt og hef fengið vinarlegt béf frá fyrrum forseta Ameríku Barack Obama. Þá er bara að bíða og sjá hver niðurstaðan verður...

Öddi, 19.2.2017 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband