Mánudagur, 6. mars 2017
lobotomy
Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður. Yfirleitt er átt við skurðaðgerð á fremsta hluta heilans í ennisgeira (sem einnig nefnist ennisblöð) og kallast þá ennisgeiraskurður (e. prefrontal lobotomy; nákvæmari þýðing væri reyndar forennisgeiraskurður en orðið er heldur óþjált). Ennisgeiraskurður getur stundum linað andlegar þjáningar fólks en veldur líka miklum og oft alvarlegum persónuleikabreytingum. fengið af vísindavef hi
Svona var farið með geðsjúka. Menn voru gerðir andlausir og nær heiladauðir. Þessi mynd er ekki af mér. Landsspítalinn ætti að hugsa sinn gang. Það hefur verið rætt um Kópavogshæli en þar voru einnig sakamenn sem höfuð fengið lobotomy aðgerð. Ég hef heyrt sögur af mönnum utan af landi sem fengu slíka aðgerð eftir að hafa verið með rangri konu eða of mörgum konum. Svona aðgerðir eru ekki framkvæmdar lengur.
Læknar voru að leita af skyndilausnum til að hafa stjórn á geðsjúkum.
Hér er mynd sem sýnir hve einföld aðgerð lobotomy er. Þú þarf bara íspikk og hamar...
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ljóð, Löggæsla, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.