Miðvikudagur, 15. mars 2017
Shiva
GUÐ EYÐINGAR OG SKÖPUNAR
SHIVA
Shiva er þriðji guðinn í hindúísku guðaþrenningunni. Hlutverk Shiva er að eyða heiminum svo hægt sé að endurskapa hann. Hindúar trúa því að sífellt, alla daga og hvert augnablik sé Shiva að nota eyðingar- og endursköpunarkrafta sína til að eyða því sem er ófullkomið í heiminum svo góðar breytingar geti átt sér stað. Shiva er sagður vera hamslaus og ástríðufullur og oft öfgakenndur í hegðun. Hann er þversagnarkenndur, á sér bæði góðar og slæmar hliðar og hendist stundum á milli mikilla öfga. Stundum er hann meinlætamaður sem neitar sér um alla veraldlega ánægju en öðrum stundum er hann mikill nautnabelgur sem nýtur lífsins lystisemda.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ljóð, Löggæsla, Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.