Mánudagur, 20. mars 2017
Úlrik Ólason
Úlrik Ólason
Ég hef ekki heiðrað minningu Úlriks, ég var fjarstaddur útför hans. Ég birti því hér minningargrein frá 18 apríl 2008. Mér þótti vænt um hann, ég hefði viljað kynnast honum betur.
Úlrik Ólason fæddist á Hólmavík 4. júní 1952. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 9. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans eru Óli E. Björnsson, fyrrverandi kennari, síðar skrifstofumaður á Akranesi, f. 17.4. 1926, og kona hans Inga Dóra Þorkelsdóttir húsmóðir, f. 8.10. 1931. Systkini Úlriks eru Þorkell Örn, kennari, ritstjóri og þýðandi í Reykjavík, f. 23.9. 1953; Björn Valur, starfsmaður Brimborgar í Reykjavík, f. 25.9. 1954, kvæntur Dísu Pálsdóttur; og Sigríður, sóknarprestur á Hólmavík, f. 15.5. 1960, gift Gunnlaugi Bjarnasyni.
Hinn 26.12. 1978 kvæntist Úlrik Margréti Árnýju Halldórsdóttur, kennara, hjúkrunarfræðingi og BA í grísku, f. 1.1. 1951. Foreldrar hennar voru Halldór Sigurðsson Árnason, netagerðarmaður á Akranesi og síðar í Færeyjum, f. 29.12. 1924, d. 2.9. 1980, og kona hans Guðríður Margrét Erlendsdóttir, f. 22.12. 1923, d. 27.8. 1964. Synir Úlriks og Margrétar eru: 1) Andri, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 13.1. 1977, sambýliskona Ásdís Kjartansdóttir viðskiptafræðingur, f. 27.10. 1978. Börn þeirra eru Ármann, f. 25.8. 2003 og Kjartan Úlrik, f. 30.1. 2007. Áður átti Andri börnin Gabríel Hjaltalín, f. 6.7. 1997, d. 1. nóv. sama ár, og Agnesi Hjaltalín, f. 11.2. 1999. Móðir þeirra er Dögg Hjaltalín, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 22.2. 1977. 2) Halldór Óli, viðskiptafræðingur í Reykjavík, f. 29.3.1981, sambýliskona Hildigunnur Helgadóttir nemi, f. 5.9. 1983. Dóttir þeirra er Hekla Margrét, f. 15.11. 2006. Áður átti Úlrik soninn Örn, f. 12.3.1976. Móðir hans er Kristín Jónsdóttir, f. 27.6. 1950.
Úlrik lauk gagnfræðaprófi á Akranesi 1969. Hann hóf snemma tónlistarnám, fyrst á Akranesi undir verndarvæng Hauks Guðlaugssonar, en nam síðar í Reykjavík. Árin 1976-1980 lagði Úlrik stund á nám í orgelleik og skyldum fræðum við Kaþólsku kirkjutónlistarakademíuna í Regensburg í Þýskalandi og lauk þaðan burtfararprófi. Hann kenndi fyrst eftir heimkomuna einn vetur við Tónlistarskólann á Akranesi, en fluttist þá til Húsavíkur þar sem hann tók við stöðu skólastjóra Tónlistarskólans og varð síðar organisti kirkjunnar þar. Árið 1987 réðst Úlrik til Kristskirkju í Landakoti og var fastráðinn organisti og kórstjóri við hana til dauðadags. Þá var hann einnig organisti við Víðistaðakirkju í Hafnarfirði frá 1990. Ennfremur kenndi hann alla tíð við ýmsa tónlistarskóla og stofnaði loks tónlistarskóla fyrir nokkrum árum við Landakotsskóla. Sá tónlistarskóli rann síðar saman við Tónskólann DoReMí. Úlrik stýrði ýmsum kórum en lengst Söngsveitinni Fílharmoníu árin 1988-1996. Hann lék á fjölmörgum tónleikum, ýmist sem undirleikari eða einleikari og útsetti mörg verk. Hann stundaði tónsmíðanám hjá Helmut Neumann, prófessor í Vínarborg, veturinn 1997-1998. Eitthvað mun liggja eftir hann af tónsmíðum frá þeim tíma og ennfremur fáein sálmalög frá allra síðustu árum.
Úlrik verður sungin sálumessa í Kristskirkju í Landakoti
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ljóð, Löggæsla, Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Sæll Öddi.
Þakka þér fyrir að deila minningargrein þinni um föður þinn
með okkur.
Ég þekkti föður þinn lítillega frá fyrri tíð.
Hann var einstakt prúðmenni og fagmaður fram í fingurgóma.
Hann varð harmdauði öllum er til þekktu.
---
Ég les stundum bloggið þitt og mér finnst ég oft
með einhverjum óútskýranlegum hætti verða var við
og sjá þá sérstöku nákvæmni sem mér fannst
einkenna föður þinn í öllu starfi.
Mér hefur oftar en einusinni dottið í hug hvort
þú mundir finna hæfileikum þínum ennfrekari farveg
með skriftum og þýðingum.
Ég hef trú á þér á því sviði og mætti ég gefa þér
nokkurt ráð þá mundi ég ráðleggja þér að byrja
á þýðingum því á þann veg lærir þú fljótar og öðlast
reynslu sem mun nýtast þér við allt annað.
Ég hef trú á þér!
Með kærri kveðju,
Húsari. (IP-tala skráð) 21.3.2017 kl. 15:57
Kærar þakkir fyrir að lesa bloggið mitt. Já, faðir minn var prúðmenni. Ég væri ekki að birta minningargrein hans nema ég teldi það hafa einhvern tilgang. Ég sendi bloggið mitt til Hvíta Húsins í Wasington. Ég fékk svar frá Barack Obama. http://veruleikatekk.blog.is/blog/veruleikatjekk/entry/2192620/
Ég tel að það sé gróflega brotið gegn mér hér á Kleppi
Öddi, 22.3.2017 kl. 09:26
MÍNA samúð kæri vinur.
það er brotið á öllum sjúkum á ÍSLANDI.
hugsaðu jákvætt og guð veri með þer.
Erla Magna Alexandersdóttir, 22.3.2017 kl. 20:10
Ég er ekki sjúkur elskan mín. Ég er útskúfaður. Það er munur á. Það er kannski fyrir menntuðum einstaklingum fráleitt að hafa ekki stúdentspróf. Ég var svikinn um menntun. Ég var aðeins 3 ár í skóla og ég var alinn upp í fámennri sveit. Ég var aldrei á leikskóla og byrjaði ekki fyrr en 9 ára gamall í barnaskóla. Ég var hættur árið sem ég fermdist...
Ég er öryrki vegna ofbeldis.
Öddi, 22.3.2017 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.