Fallegt stríð

Í falli mannsins er
upprisan falin.
Í dauðanum er líf hans grundvallað.
Í tortímingunni er upphaf
allra hluta.
Í stríði er lífsgjafinn
með sína iðnu hönd
miskunnsamastur.

Stríð, ó, fallega stríð,
sæktu þjóð mína heim.
Ég bið þig, ég bið þig!

Ó þjóð mín, ó, þjóð mín!
Látum blóð renna um
stræti okkar og torg.
Látum endurreisnarandann
blása í brjóst okkar eilífum sigri.

Sigrumst yfir efninu
og brjótum af okkur hlekki stöðnunar.
Ræstum hinar andlegu rotþrær.
Ræsum út til sjávar
verk hinna rotnuðu nútímans.

Ó, stríð, ó, stríð!
Fögur eru þín afkvæmi,
er spretta úr ösku eyðingar þinnar.
þar er upphaf lífs
nútíma Íslendings.

Ísland, Ísland
er staðnað og rotið
af alda langri kúgun.
Það sem við þurfum er stríð.
Já, fallegt stríð er það sem við þurfum,
til að hreinsa upp óþurft mannlegs lífs.

Látum nú herópin óma
Um stræti og torg
og bergmála milli fjarða.
Látum bróður drepa bróður, systur systur.
Rífum niður hinar fúlu stoðir
og byrjum á ferskum grunni
endurreisn íslenskrar þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband