Sultur

Hér er ein af mínum uppáhalds bókum eftir noska skáldiđ Knut Hamsun August 4, 1859 – February 19, 1952. Ég hef sjálfur skrifađ smásögu sem er innblásin af ţessari bók eftir Knut Hamsun sem heitir Í frelsins nafni. 

sultur

Hér er grein af mbl.is: Sultur

yrir 120 árum kom út bók um hungrađan flćking í Ósló eftir noska rithöfundinn Knut Hamsun. Henni var fálega tekiđ á sínum tíma, en er nú viđurkennd sem tímamótaverk í bókmenntasögu Norđurlanda, og gott ef ekki Evrópu allrar. Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Ţađ var á ţeim árum ţegar ég ráfađi um og svalt í Kristíaníu, ţessari undarlegu borg sem enginn yfirgefur fyrr en hann hefur látiđ á sjá...“

Svo hefst hin merkilega bók Sultur, Sult, eftir Knut Hamsun sem kom út fyrir 120 árum og er ađ margra mati međ merkustu bókum norrćnnar bókmenntasögu. Sem dćmi um ţađ dálćti sem frćđingar og fróđir hafa á bókinni má tína til orđ sem rithöfundurinn kunni Isaac Bashevis Singer lét falla: „Gervallar nútímabókmenntir tuttugustu aldar eru af Hamsun komnar. Thomas Mann og Arthur Schnitzler (...) og meira ađ segja bandarískir rithöfundar eins og Fitzgerald og Hemingway voru allir lćrisveinar Hamsuns.“

Sultur, sem kom út 1890, var fyrsta skáldsagan sem gefin var út undir höfundarnafninu Knut Hamsun, en áđur höfđu komiđ út ţrjú skáldverk, ţađ fyrsta skrifađ á Knud Pedersen og tvö til á Knud Pedersen Hamsund. Hluti út Sulti hafđi birst nafnlaust í dönsku tímariti 1888. Bókin kom út á íslensku 1940 í ţýđingu Jóns Sigurđssonar frá Kaldađarnesi og var gefin út ađ nýju í liđinni viku á vegum Forlagsins.

 

Á ystu mörkum siđmenningarinnar

Í inngangi Halldórs Guđmundssonar ađ nýrri útgáfu Sults segir hann bókina marka upphaf norrćnna nútímabókmennta og ţar kemur einnig fram ađ Hamsun virđist fljótlega hafa veriđ mikiđ lesinn höfundur á Íslandi, ţó ekki endilega í ţýđingum. Í samtali viđ Halldór kemur ţađ sama fram og hann nefnir sérstaklega Gróđur jarđar, en Halldór Laxness skrifađi Sjálfstćtt fólk međal annars til ađ andmćla ţeirri sýn á heiminn sem birtist í ţeirri bók. „Ţeir Halldór og Hamsun voru báđir gefnir fyrir ađ skrifa um menn sem eru á ystu mörkum siđmenningarinnar, fara út fyrir hana og nema nýtt land.

 

Ţó ađ Hamsun sé svartsýnn á siđmenninguna ţá skrifar hann gamanleik um ţetta mál, ţví Gróđur jarđar er í raun kómedía. Halldór er aftur á móti trúađur á mannlegt samfélag og ţess vegna skrifar hann sorgarleik um manninn sem fer út fyrir,“ segir Halldór.

Á ţeim tíma sem Sultur varđ til, undir lok nítjándu aldarinnar, segir Halldór ađ mikiđ hafi veriđ á seyđi í bókmennta- og listalífi Vesturálfu. Ţá hafi og komiđ fram mörg verk sem telja megi brautryđjendaverk á ýmsum sviđum, en af ţeim sé Sultur međal annars merkileg fyrir ţađ hve nútímaleg hún er enn ţann dag í dag og líka hitt ađ hún er nútímalegri en flest ţau verk sem Hamsun skrifađi eftir ţađ. Sultur sé fyrsta norrćna nútímaskáldsagan og merki ţess ađ bókmenntirnar snúist ekki lengur um átök á milli persóna, heldur um átök í manninum.

 

Algert tímamótaverk

Hamsun ólst upp í fátćkt og var sendur barnungur til frćnda síns sem beitti hann harđrćđi. Fimmtán ára fór hann ađ heiman og flćktist víđa, bjó međal annars í Bandaríkjunum um tíma og vann ýmist störf, var verkstjóri á plantekru og sporvagnsstjóri í Chicago svo fátt eitt sé taliđ. Hann var sískrifandi enda ćtlađi hann sér ađ verđa rithöfundur og skrifađi tvćr bćkur áđur en Sultur kom út, ţá fyrri, sem gefin var út undir réttu nafni Hamsuns, Knut Pedersen eins og getiđ er, undir miklum áhrifum frá Bjřrnstjerne Bjřrnson sem ţá var risinn í norskum bókmenntum.

 

Ţegar Hamsun tók til viđ ađ skrifa Sult var hann ekki í vafa um ađ hann vćri ađ skrifa nýja gerđ af skáldsögu, eins og Halldór rekur ţađ í inngangi nýju útgáfunnar, en ţar vitnar hann í bréf Hamsuns til útgefanda síns ţar sem hann segir međal annars: „Ég held ađ ţetta sé bók sem ekki hefur veriđ skrifuđ áđur, í ţađ minnsta ekki hér heima.“

Halldór segir ađ vissulega hafi einhverjir áttađ sig á ţví á sínum tíma ađ Sultur vćri merkilegt verk en ţađ var ţó ađallega ekki fyrr en löngu síđar ađ Sultur var almennt viđurkennd sem algert tímamótaverk í norrćnum bókmenntum.

„Bókin er skrifuđ fyrir expressjónismann, skrifuđ löngu áđur en súrrealisminn verđur til. Hamsun er ađ pćla í dularfullum hrćringum sálarlífsins, og ţađ er eins og hann sjái tuttugustu öldina fyrir sér. Hann langađi, líkt og Flaubert, ađ skrifa bók um ekki neitt, bók ţar sem spennan liggur í sálinni en ekki í atburđum, bók sem gerist bara í orđunum, bara í orđalaginu.“

Ađ ţessu sögđu ţá segir Halldór ađ erfitt sé ađ greina bein áhrif frá Hamsun nema í gegnum ađra höfunda, ţeir lesi bókina og síđan birtist áhrifin í skrifum ţeirra. „Á ţessum tíma er nýr listskilningur ađ koma fram, ţegar Hamsun skrifar Sult er natúralisminn ađ ná hámarki í skáldsagnagerđ og ég held ađ bókin hafi haft mikil áhrif á ţá listamenn ţess tíma sem áttu ekki samleiđ međ ríkjandi bjartsýni á Vesturlöndum – ţađ má ekki gleyma ţví ađ alveg fram til 1914 var mikil bjartsýni almennt ríkjandi, stemning eins og hér fram í september 2008. Ýmsir voru aftur á móti fullir efasemda og ţađ er sú angist sem margir samtíđarmenn Hamsuns áttu erfitt međ ađ átta sig á ţar á međal Halldór Laxness sem kallađi söguhetju Sults „ţann nafnlausa sveitamann ónýtjúng og húngurmeistara sem situr í Kristjaníu“. Í Úngur ég var skrifađi Halldór ţannig: „Hversvegna druslast hann ekki burt fljótt úr svona stađ og finnur einhvern annan stađ ţar sem hćgt er ađ vinna fyrir sér međ ţví ađ gefa beljum eđa hirđa hross? Eđa fara til sjós?“

Sú angist sem Hamsun skrifađi um er aftur á móti óttinn viđ dulvitundina, eins og Freud hefđi sagt; hungur hans er óseđjanlegt og sálarkvölin kemur öll ađ innan.“

 

Hamsun

Nobel Prize in Literature in 1920


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband