Fimmtudagur, 9. mars 2017
Þögnin
Ég skrifaði þetta ljóð á Akranesi fyrir mörgum árum. Mig þykir vænt um ljóðið vegna þess að það er skrifað eftir samtal við Ömmu mína. Blessuð sé hún. Ég er ekki menntað skáld og í ljóðinu er ég að gera tillraunir. Ég nota punkta og kommur til að gefa ljóðinu listrænan blæ. Ég hef séð áherslumerkingar notaðar í ljóðum. Ég veit sáralítið um réttritun en ég læt það ekki þvælast fyrir mér...
Þögnin
Þögnin er gullin
sagði gömul kona mér.
Ég sagði: Sjálfvera verður
að tala vilji hún vita
eitthvað sem önnur veit...
Þögn... Skilningur...,...,
Við skulum halda áfram
þessari ferð...
Ef þögnin er gulli skrýdd er þá visku í henni að finna?
Er hún gætt frásagnar hæfileikum?
Undrum og dásemdum.
Skilurðu hvað ég er spyrja um?
Hefur þú upplifað visku lífsins?
Hefur þú sannleikann í huga þér?
Þögnin er fyrir mér sögumaður.
Lífið er hinn mikli listamaður
kunstner elegans.
Ég hugsa, þess vegna er ég til
og ég hugsa, það sem ég er.
Ég reyni ekki að vera
né vil ég vera annað en það sem ég er.
Ég er...
Stundin heldur áfram.
Ég er blankur.
Ég hef skoðanir.
Ég er jákvæður með afbrigðum.
Ég drekk vín og á góðar stundir
og verð ekki kjánalegur af sopanum
þó ég standi á nöfinni á stapanum
þar sem ég les visku lífsins
og er að hugsa um að láta mig svífa fram af huglægt.
Endir...,...,
Ég hugsa, þess vegna er ég til. Fleyg setning eftir René Descardes 16 aldar heimspeking. Hugsunin er tilkomin vegna vangavelta hans um lífið og veruleikann, hvort hann væri í raun og veru til eða hvort hann væri draumur. Sem er góð og merkileg hugleiðing. En ég bætti við setningu hans: Og ég hugsa það sem ég er.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Ljóð, Löggæsla, Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.