Steinarnir

Ég man eftir mér og þá var ég eins og þú.
Þá var ég barn og lífið var gjöf.
Ég borðaði appelsínur og tíndi steina.
Ég beið eftir regndögum þegar aðrir vildu sól.
Í rigningu skolaðist sandur og leðja burt-
og dýrmætir steinarnir urðu sýnilegir.
Ég átti skúffu eins og eru í bankahólfum.
Skúffuna fann ég á meðan ég var á ferð með stjúpa mínum-
um kirkjugarðinn í Gufunesi.
Ég hlúði vel að steinunum mínum og átti í þeim fjársjóð.
Ég raðaði steinunum vandlega í skúffuna-
og tók þá ákvörðun að verða ríkur.
Ég vildi ekki segja neinum frá.
Steinarnir voru mín eign.
Steinarnir voru framtíðar sjóður minn-
sem móðir mín skammaðist yfir og henti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband