Færsluflokkur: Menning og listir

Mannréttindabrot

Það er bara verið að afnema mannréttindi eins manns. Það þykir ekki stór mál að afnema mannréttindi eins sakamans. Umboðsmaður Alþingis hunsar alvöru þessa máls. Ég tók þá til minna ráða og skrifaði Cia bréf þar sem ég legg fram kvörtun á hendur umboðsmanns alþingis þar sem ég kvarta yfir að umboðsmaður hylmi yfir með mannréttindabroti sem framið er á Kleppsspítala. Ég hef sent Hvíta Húsinu í Wasingtion bloggið mitt og hef fengið vinarlegt bréf frá fyrrum forseta Ameríku Barack Obama. Þá er bara að bíða og sjá hver niðurstaðan verður...

 

eagle ulriksson 2004

 

Er í lagi að þessi maður sé sviptur sjálfræði. Myndin er tekin á Þingvöllum árið 2002


Child in Time


Gildi menntunar

Ég lauk ekki barnaskóla og var aldrei á leikskóla. Það eru ekki til nein gögn um að ég sé gáfaður. Skýrslur segja að ég sé miðlungsgáfaður með lélegt innsæi. Ég er komin úr sveit, Árnes í Árneshreppi var mitt heimili, þar var ég alinn upp við djöfulgang. Ég fékk ekki menningarlegt uppeldi þó var fósturfaðir minn prestur. Ég man ég fylgdist með honum skrifa predikanir sínar og ég var heillaður. Ég er ekki prestur, ég er ekki menntaður. Ég er sjálfræðissviptur á kleppi þar sem líf mitt hefur ekki vægi. Hér er ég borinn saman við fólk sem hefur verið menntað og farið í menntaskóla jafnvél farið í háskóla en er þroskaheft eða eitthvað skert. Ég er ekki skertur en ég fór aldrei í menntaskóla. Hrönn Eggertsdóttir umsjónakennari minn í 5 bekk hefur gefið mér umsögn að ég sé vanþroskaður. Hún um það.

 

Ég á tvo bræður sem eru viðskiptafræðingar en mig þykir fátt flottara en prósentur í stundaglasi. Það skilur himin og haf á milli. Ég er sá vitlausi í fjölskyldunni. Ég hef tekið út 8 ár í fangelsi við misjafnar aðstæður og ég tel að ekkert sé að mínum þroska, að hann sé í fullu samræmi við aldur minn og lífshlaup. Þar sem mikið brennivín var haft um hönd á mínu heimili skortir mig ekki hæfileikan til að koma mér út í horn. En það myndi sæta tíðindum ef barn myndi vera alið upp í torfkofa upp á fjöllum þar sem heimilisfaðirinn væri sprútt sali. Að barnið fengi ekki að leika sér með neitt annað en tómar flöskur. Slíkt barn yrði tekið í fóstur af félagsmálastofnun.

 

Ég hef gert mitt besta til að rífa mig upp úr forapytt fáfræðinnar. Ég hef lesið bækur mér til fróðleiks og lesið fyrirlestra úr háskólanum. Það eitt og sér gerir mig heimskan. Að ég skuli vera svo vitlaus að halda að það gagnist mér eitthvað. Heimurinn virkar þannig að þú ferð á leikskóla, þaðan í barnaskóla og svo í menntaskóla og loks háskóla. Ég samdi vísu um veganesti mitt frá fjölskyldu minni, hún er hér:

Amma sagði farvel frans

þú tekur bara far með ólaskans

Afi sagði ekki neitt

þótti þetta ekki leitt

Mamma drakk sitt brennivín

fannst hún greifynja svaka fín

Ég endaði á götunni

og var húkt á sprautunni

enginn vildi bjarga mér

nema einhver djöflahér.

 

Amma sagði farvel frans

þú ferð aldrei til háskólans.

 

Ég er ekki að gráta en mig þykir þetta skítt. Það er ekki komið vel fram við mann sem er alinn upp á fjöllum og glímir við geðhvörf. Að maðurinn sé í vist með þroskaheftum er áfellisdómur fyrir samfélagið í heild. Það hljóta að vera til úrræði fyrir geðsjúka brjálæðinga sem eru með skálda drauma önnur en að vera vistaðir á Kleppsspítala gegn vilja sínum með langskólagengnum þroskaheftum einstaklingum. Það eru allir gáfaðri en ég.

 

Ég var í amfetamíni og ég sprautaði mig með því. Mig þykir enn gott að fá amfetamín. Það er sagt að ég verði geðveikur á þessu spítti. En fyrstu áhrif eru að ég slaka á. Það hlítur að vera hægt að fá þetta lyf upp á skrifað frá lækni. Ég hef gaman af því að lesa bækur og ég les oft undir áhrifum. Ég á mér draum að vera skáld. Hér á Kleppi hanga ljóð eftir mig á göngum spítalans. En enginn er farinn að sjá snilld ljóða minna.

 

Handritið

Ég lifi í þeirri blekkingu að ég stjórni.

Ég lifi í þeirri blekkingug að ég ráði.

 

Hver skrifar þessa sögu

Hver byggir þetta svið

Hver á handritið.

 

Ég á mér ekki draum um listamannalaun og á ekkert útgefið efni nema á ljóð.is. Ég hef þó lesið upp opinberlega við dræmar undirtektir. Ég sagðist vera hættur að brjótast inn í stofnanir og fyrirtæki og ætlaði framvegis að brjótast inn í huga fólks.

 

 


Harpa

Logandi brennandi, logandi brennandi heimurinn deyr
við skulum ekki gefa honum tár okkar.
Við skulum geyma þau og vera glöð.
Heimurinn deyr en við munum lifa.
Þú stendur ofar sólkerfinu
og stjörnurnar hlíða þinni skipun .
Við verðum saman að eilífu,
undir nýjum himni, undir nýrri sól.

 


Hvert ljóð er slag hjá hjarta heimsins


Bad to the bone


Jónsmessukvöld á Litla-Hrauni

Gömul sprauta þjónar mér í kveld,
og brotin nál stingst í gegnum holdið.
Vökvinn tær bíður blóðsins
sem nálin ætlar að skila inn í æð.

Hugur minn veit að brátt verður hann í ró.
Þetta eru hans dýrðarstundir.
Hans helgustu augnablik.

Hún hafði það í gegn blessuð nálin,
Ég man er ég var án hennar lokaður í fangelsi.

Þá brúkuðum við Siggi svarti penna.
Hann var með stálodd sem við brýndum hvassan.
Skítt með alla skynsemi og rökhugsun.
Við blásum þetta í æð.
Sögðum við hvor við annan og leystum upp efnið einbeittir.
Ég var á undan, þá rétt tæplega 19 ára, og Siggi blés ofur létt.

Þetta gekk betur en hugmyndafræðin hafði gefið von um
Og þetta skilaði tilætluðum árangri.
Nú í einu vetfangi, í litlum klefa austur á Litla-Hrauni,
fullum af bókum, var amfetamíni blásið í blóðrás mína.
Hugur minn öðlaðist þá samstundis frelsi.

Hendur mínar styrkar og stöðugar tóku þá til
við að undirbúa næsta skot.
Ég þreif pennann með rakspíra og bjó um olnbogabót mína.
Þetta var gott, að önnur virðist ekki standast samanburð.

Siggi leit á handlegg sinn og leitaði æða pennanum til hæfis.
Amfetamínupplausnin var komin í pennann á ný,
og honum var haldið á hvolfi.
Putta var haldið fyrir annan enda hans.

Nú var komið að þeim gamla svarta lífsnautnamanni að-

hitta rétt á æð með pennans svera oddi.
Snöggur kippur hægri handar í átt að þeirri vinstri.

Guðirnir voru með okkur þetta kvöld.

Ég blés varlega og beiskur vökvinn spýttist inn í æð hans og hann brosti.

Við gengum frá eftir okkur.
Hreinsuðum upp nokkra blóðdropa er dropið
höfðu úr hendi mér.

Létum sjá okkur á ganginum hvor í sínu lagi og köstuðum kveðju á sællega verðina.
Við eyddum svo kvöldinu fram að innilokun
í Tarot-lestur þetta Jónsmessukvöld.

 


Bréf frá Hvíta Húsinu undirritað af fyrrum forseta Ameríku Barack Obama.

Ég sendi Hvíta Húsinu bloggið mitt og eitt ljóð. Ljóðið hét JÖKLA ÁRÁS. Það ljóð var tileinkað Donald J Trump. Ég fékk svar bréf undirritað af Barack Obama.

Ég leyfi mér að vitna til þess bréfs með því að afrita það hingað á www.veruleikatekk.blog.is með von um að það hafi áhrif á þau mál sem ég er að reka til að fá að njóta sömu réttinda og aðrir sjálfráða Íslenskir ríkisborgarar.

 

„Thank you for writing.  Serving as President has been the greatest privilege of my life, and messages like yours have motivated and informed me along the way.  We should be proud of what we have accomplished together.

Through trial and triumph, America has always overcome challenges and emerged stronger because we’ve come together as one people.  And our progress depends on folks like you who speak out on issues that matter to them.  I look forward to standing alongside you as a private citizen, working to ensure our Nation lives up to our highest ideals as a beacon of hope and opportunity.“

Sincerely,

Barack Obama

 

Ég er fullur þakklætis að fá þau skilaboð að Barack Obama vilji standa mér jafn sem almennur borgari.


Velferðarsvið Akraneskaupstaðar.

Reykjavík,

Kleppsspítala

  1. apríl 2016.

 

Ég undirritaður skrifa þetta bréf til Velferðarsviðs Akraneskaupstaðar  til að vekja athygli á því að ég er mótfallinn þeirri meðferð sem ég sæti. Ég er ekki tilbúinn að gefa afslátt á borgaralegum réttindum mínum og vera vistaður á sambýli. Móðir mín Kristín G. Jónsdóttir vinnur fyrir velferðarsvið Akraneskaupstaðar og hefur stuðning systra sinna og vinnufélaga, þar liggur vandinn, Kristín segir mig vera heimskan. Ég er beittur hörðum þvingunum og er svikinn. Kristín beitir óþverrabrögðum og illu umtali. Kristín á það til að tala um kæsni og ég ætla að nota það orð hér, hún er kæsin. Kristín er óhæf til þess að eiga mannleg samskipti og í mínu tilfelli beitir hún hörku. Hún hefur búið sér til skýringar á veikindum mínum sem eru fjarri öllum sannleika. Kristín vill ekki eiga við mig mannleg samskipti, vegna þess að þá yrðu hennar skýringar að engu, lygarnar yrðu uppvísar.  Kristín hefur engu áorkað nema að drekka vel á Þorrablótum.

                                                                                                                        

Ég á mér kvörtunarefni að vera lokaður inni á Öryggis- og Réttargæsludeild. Að einu úrræðin sem mér eru boðin séu sambýli. Ég get ekki hugsað mér verri örlög en þau að vera á sambýli. Ég vil að það sé virt að ég kaus að vera sjálfviljugur í meðferð á Kleppsspítala. Ég vil fá það viðurkennt að brotið er gegn dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá árinu 2004. En Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfu um sjálfræðissviptingu. Það lá því ekki fyrir heimild dómsmálaráðuneytis um þvingaða lyfjameðferð en ég var þvingaður til að undirganghast hana.  Ég er ekki skyldugur að undirgangast forðasprautur og þær er því brot gegn 1. mg. 28. gr. lögræðislaga.

 

Ég átti að losna úr fangelsi í desember 2014 en var sviptur sjálfræði áður en afplánun lauk. Ég fór þá á Réttargeðdeild Kleppsspítala, ég dvel nú á Öryggisgeðdeild. Það verður að taka mið af því að ég hef ekki verið dæmdur á Réttargeðdeild fyrir glæp og ég er sakhæfur. Mér finnst þetta er ekki rétta leiðin til að koma mér fyrir. Ég hef velt mörgu fyrir mér í þessu máli. „Ég hef t.d hugsað hvort það myndi ekki borga sig fyrir velferðarsvið Akranes kaupstaðar að mjaðmagrindar brjóta mig svo ég sé meðfærilegri, Það væri hægt að hafa mig á sambýlinu við Vesturgötu á Akranesi þar sem Kristín vinnur“.  Ég vil benda á að ég upplifi ofbeldi að vera þvingaður til að undirgangast þá meðferð sem ég er í. Akranes kaupstaður getur ekki gert þá kröfu að ég sé sjálfræðissviptur og hvað þá að ég sé vistaður á sambýli, það er einfaldlega fráleit krafa.

 

Ég vil njóta friðhelgis einkalífs og vil að borin sé virðing fyrir frelsi mínu, að ég sé ekki undir stöðugu eftirliti eins og dæmdur nauðgari. Ég vil frelsi til athafna eins og þeirra að fá mér rauðvín og bjór, ég vil geta farið á veitingastað og pantað mér það sem er í boði. Ég hef ekki verið úrskurðaður í farbann en er ekki heimilt að yfirgefa landið. Ég fæ ekki greiddar örorkubætur, þar sem ég hef verið lengur en 6 mánuði á sjúkrahúsi. Ég þarf því að sætta mig við vasapeninga sem eru 58.000 KR á mánuði. Þegar ég fór á örorkubætur árið 2002 var ég svikin um eingreiðslu frá Tryggingarstofnun. Það er upphæð sem nemur allt að 2 ára örorkubætum. Það var í höndum Sigurðar Pál Pálssonar að sækja um þá greiðslu fyrir mig. Ég var svikin en í staðin var skrifað upp á bankalán fyrir mig hjá Landsbankanum á Akranesi. Það var stefna móður minnar sem réði, ekki mín velferð.

 

Ég er að reyna fá meðferðaraðila mína til að skilja mig en vinn enga sigra. Ég var beittur ofbeldi. Ég er kominn úr sveit, Árnes í Árneshreppi í Strandasýslu var mitt heimili, Árnes er prestsetur. Ég lék mér stundum í kirkjugarðinum. Eitt kvöld áminnti Kristín mig og bannaði mér að leika mér þar. Ég ætlaði að hlusta á hana og hliða en var engdur í eltingaleik, auðvitað var farið í kirkjugarðinn, það var kvöld og myrkur. Ég ærslaðist og hló af ánægju en þegar ég var að klára hringinn um kirkjugarðinn hleyp ég á streingda línu. Línan fór upp í munninn á mér og skarst upp í munnvikin, svo mér brá og ég meiddi mig. Ég fór að gráta og hljóp til Kristínar, ég sagði henni frá að ég hafði meitt mig, hún skammaðist og sagðist vera búinn að banna mér að hlaupa um kirkjugarðinn.  Kristín veitti mér ærlega ráðningu sem hefur haft sín áhrif allt til þessa dags. Hún barði mig og meiddi. „Móðir mín kýldi mig í magann“. Það er mín minning að ég lifði sól mína sortna, þarna hafði Kristín neglt mig, ég lék mér ekki aftur í kirkjugarðinum.

 

Velferðarsvið Akranes kaupstaðar ætti að líta til þess að Kristín beitti börn ofbeldi.

Að hún er drykkjusjúkur alkahólisti og að allt þetta mál er gegnsýrt af alkahólisma. Hana skortir tilfinningar til að geta verið móðir og hún á það til að kúga og beita ofbeldi. Hún vinnur með fjölfötluðum og þarf ekki að taka tillit til skoðana þeirra, það fólk getur ekki tjáð sig. Ég hef grun um að ég sé skráður þroskaheftur á skattaframtali Kristínar, að hún fái greitt með mér. Það má vera að ég sé að fara með rangt mál. En ég hef t. d. ekki fengið endurgreitt frá skattinum, Kristín sá um skattaframtal mitt, í fyrra átti ég að fá 20.000 kr. Nú segir félagsráðgjafi að ég eigi að fá 120.000 kr. endurgreitt. Ég hafði samband við sýslumanninn  á Akranesi og breytti reikningsnúmeri skattaframtalsins svo ég fái greitt þá fjármuni en það gerði ekkert gagn. Kristín hefur alla tíð tekið allt fé sem ég á lögum samkvæmt. Ég óttast jafnvel hefndaraðgerða af hennar hálfu, vegna þess að hún lítur á mína peninga sem sína eign.

 

Þegar faðir minn Úlrik Ólason féll frá árið 2008 fékk ég greidda eina milljón frá ekkju hans Margréti Halldórsdóttur. Mig grunar að þannig sé komið fram við greindarskerta, að þeim sé greidd ein milljón slett. Ég hefði viljað ganga jafn bræðrum mínum, Andra og Halldór Óla Úlrikssonum, til uppgjörs úr dánarbúi Úlriks. Ef Kristín hefur fengið greitt úr dánarbúi Úlriks er það vegna þess að hún hefur mig rangt skráðan á skattaframtali. Ég myndi vilja gera kröfu í dánarbú Úlriks Ólasonar og fá því skipt, en ekkja hans Margrét situr í óskiptu búi. Einnig vil ég gera þá kröfu að ég verði lögerfingi afa míns Óla E. Björnssonar, sem féll frá árið 2013. Þar sem Úlrik er fallinn frá vil ég ganga jafn Andra og Halldór Óla til þeirra skipta. Amma mín Ingigerður Dóra Þorkelsdóttir ekkja Óla situr í óskiptu búi. Þá vil ég gera kröfu í íbúð þeirra hjóna að Laugarbraut 26 Akranesi. Ég glími við það að vera með skert borgaralegréttindi, að ég get ekki gert kröfu um minn rétt. Ingi Tryggvason fyrrum sjálfræðismaður minn segir að það sé orðið of seint, þegar kemur til þess að ég fái minn hlut réttan hefur hann það svar að það sé orðið of seint. Óli E Björnsson afi minn var skrifstofustjóri hjá Hb&co, sem nú hefur sameinast Granda, í 60 ár. Ég vil fá allt það sem ég hef rétt á.

 

Ég var skjólstæðingur Sólveigar Reynisdóttur félagsráðgjafa á Akranesi þegar ég var barn og unglingur. Ég var oft vistaður á Efstasundi 86. Sólveig ætlaði eitt skipti á fundi að fá Kristínu til að horfast í augu við að hún væri vandamálið.  Fundinum lauk með því að ég varði Kristínu. Ég átti engan að og var hræddur um hvað myndi taka við ef Kristín yrði fundin sek um ofbeldi. Fjölskylda föður míns hafnaði mér. Ég hef verið svikinn. Það er vegna þess að Kristín lýgur til um veikindi mín. Velferðarsvið Akraness kaupsstaðar ætti að líta til þess að það fremur mannréttindabrot að ætla að þvinga mig á sambýli. Akranesbær gengur erinda konu sem er vafasöm á geði og hefur haldið því fram að ég sé misþroska.

 

Mín veikindi urðu ljós þegar ég kom fyrst á Klepp, að ég er með 4 mm. æxli á heiladingli. Ég fékk meðferð hjá Kristófer Þorleifssyni en æxlið truflar mig og var til vandræða þegar ég varð unglingur. Akraneskaupstaður hefur alla tíð höndlað mín mál illa. Í skóla var ég settur í sér stuðning, ég man að það var góð kona sem leiðbeindi mér, en ég þoldi ekki þá niðurlægingu að vera í sér deild skólans.

 

Ég glími við huglægt áreiti sem skemmir fyrir mér og á það til að æsa mig og tala hátt. Ég er með slæman ávana í samskiptum og loka á alla umræðu. Ég vil ekki þiggja þá meðferð sem mér er boðið.  Ég get ekki verið undirgefinn meðferðaraðilum mínum og þegið meðferð sem undirmálsmaður. Ég myndi vilja sjálfstæði og vera í samvinnu við minn lækni og hjúkrunaraðila, að hlustað yrði á mig og fundin yrði lausn þannig. Ég myndi vilja afturhvarf til þeirrar meðferðar sem ég var í hjá Kristófer Þorleifssyni.

 

Ég tel að það eigi sér stað einhver misskilningur milli mín og Velferðarsviðs Akranes kaupstaðar. Ég er sjálfmenntaður og hef verið skjólstæðingur félagsmálastofnunar frá barnsaldri. Ég var óskrifandi og gat ekki sett saman texta, ég er ánægður með að ég skuli hafa menntað mig sjálfur og að ég geti sett saman texta. Kristín hafði ekki fyrir því að koma mér í skóla, en mín skólaganga hefst ekki fyrr en árið 1985 á Akureyri, þegar ég var 9 ára . Allt frá því ég var í barnaskóla hef ég haft gaman af ljóðum og snemma langaði mig til að setja saman sögur, ég sinni mínum listrænum þörfum.

 

Það er galli á meðferð minni , hann er að Kristín er minn nánasti aðstandandi. Ég myndi vilja skoða þann möguleika að föðursystir mín, Sr. Sigríður Óladóttir sóknarprestur á Hólmavík, taki við sem minn aðstandi, að talað sé við hana frekar en Kristín, og hún höfð með í ráðum.

 

Ég hef hlotið dóm fyrir ofbeldi en hef enginn bein brotið, enginn þeirra sem ég hef verið dæmdur fyrir að beita ofbeldi hefur hlotið af því varanlegan skaða. Ég hef ekki verið dæmdur fyrir nauðgun og er ekki kynferðisbrotamaður og á því ekki að sæta eftirliti. Sjálfstæð búseta er eini kosturinn sem ég get sætt mig við. En Örorkubætur eru ekki nægar til framfærslu og ég fæ engan stuðning frá fjölskyldu.  Ég tel Þetta ekki framkomu við fullorðinn mann, það verður að finna aðra leið.

 

Örn Úlriksson

kt, 120376-3229.

Banki:0515-26.63229

Sími:699-4383.

netfang: ornulriks@hotmail.com

 

 

 

 

 

 


18 ára í síðumúlafangelsi

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3540975


Niðurstaða krufningar samtímans

Allt er hégómi og allt er heimska

Allt er sagt og allt er gert.

Allt er krufið til mergjar.

Samfélagið er hringleikahús.

Keisarinn er marghöfða.

Hann kýs sjálfan sig til valda

og margfaldar sig í huga fjöldans.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband